Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Engin sprengja í „Lúxus-Fálka“ á Keflavíkurflugvelli
Laugardagur 13. júlí 2002 kl. 00:49

Engin sprengja í „Lúxus-Fálka“ á Keflavíkurflugvelli

Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar yfirfór litla flugvél á Keflavíkurflugvelli í gær, föstudag, vegna hugsanlegrar sprengju um borð. Þarna var sannkölluð lúxusþota á ferð. Flugmaður vélarinnar tilkynnti klukkan hálf fjögur að einnota myndavél hefði fundist í vélinni með límmband vafið utan um. Óttaðist hann að þetta kynni að vera sprengja og óskaði eftir leyfi til lendingar.Flugvélinni var komið fyrir á öryggissvæði við akbraut flugvéla. Miðað skoðunin við að trufla sem minnst aðra flugumferð um völlinn, sem var mjög mikil síðdegis í dag. Þannig fór fjöldi Flugleiðavéla frá Keflavík á meðan unnið var flugvélina, auk nokkurra einkaþota. Í vélinni voru sjö manns, fimm farþegar og tveir flugmenn. Var fólkið á leið til Syracuse í New York fylki í Bandaríkjunum frá Englandi.
Þotan sem lenti í Keflavík er af gerðinni Falcon 900 og þar er um að ræða sannkallaðar lúxusþotur með öllum hugsanlegum þægindum um borð. Stór lúxussæti og íburður einkennir vélarnar. Eitthvað hefur hreinsunardeildin sem sá um þrif á þotunni síðast verið utangátta og yfirsést það handverk sem einnota myndavélin var eftir að henni hafði verið pakkað inn í myndarlegt límband. Enginn um borð kannaðist við pakkann og því taldi flugstjórinn að um hugsanlega sprengju væri að ræða.
Áhöfn og farþegar Lúxus-Fálkans nutu góðrar þjónustu Flugmálastjórnarinnar í Keflavík á meðan gengið var úr skugga um að allt væri í lagi og „filman kláruð í einnota vélinni“. Haldið var af landi brott í kvöldmatartímanum.

Myndin er úr samskonar þotu og lenti í Keflavík í dag.


Myndir frá aðgerð sprengjusveitarinnar í dag verða að bíða betri tíma.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024