Föstudagur 2. nóvember 2001 kl. 10:43
Engin sprengja í Leifsstöð
Engin sprengja fannst í Leifsstöð í gærkvöldi. Flugstöðin var rýmd og svæðinu lokað í um tvær klukkustundir meðan sprengju var leitað.Engin sprengja fannst en hótunin, sem kom frá íslenskum aðila, var rakin til manns sem á við geðræn vandamál að etja.