Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engin sprengja fannst
Miðvikudagur 19. nóvember 2003 kl. 09:05

Engin sprengja fannst

Engin sprengja fannst um borð í tékknesku farþegaþotunni sem lenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan 18 í gær eftir að hótun um að sprengja væri um borð í vélinni barst. Leitað var á öllum farþegum og sprengjuleitarsérfræðingar Landhelgisgæslunnar leituðu að sprengju í vélinni, ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglumönnum á Keflavíkurflugvelli. Leit í vélinni lauk um klukkan 3 í nótt.

Þegar sprengjuhótunin barst var vélin stödd um tæpar 700 sjómílur suðvestur af landinu og var henni umsvifalaust snúið við. Sprengjuhótunin barst bandaríska sendiráðinu í Tékklandi og er talið að hótunin hafi borist frá Póllandi.

Vélin var með 174 farþega innanborðs og 10 manna áhöfn, en vélin var á leið frá Prag til New York. Farþegar og áhöfn vélarinnar voru fluttir til Reykjavíkur og Keflavíkur í gærkvöldi þar sem þau gistu á hótelum.

VF-ljósmynd/Páll Ketilsson: Lögreglumenn leituðu á öllum farþegum vélarinnar í gærkvöldi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024