Engin slys á fólki í Grindavík
 Verksmiðjustjóri fiskimjölsverksmiðjunnar í Grindavík hefur staðfest við Víkurfréttir að engin slys hafi orðið á fólki í stórbrunanum sem geysar í húsinu.
Verksmiðjustjóri fiskimjölsverksmiðjunnar í Grindavík hefur staðfest við Víkurfréttir að engin slys hafi orðið á fólki í stórbrunanum sem geysar í húsinu.
Húsið logar nú stafna á milli og eru slökkviliðsmenn að berjast við eldinn á þremur stöðum. Allt tiltækt slökkvilið á Suðurnesjum hefur verið kallað út, en þetta er í þriðja skiptið sem húsið brennur. Síðast kom upp mikill eldur í húsinu í kringum 1960.
VF-myndir: 1 og 2/Þorsteinn Kristjánsson af vettvangi
3: Séð yfir Reykjanesið frá Njarðvík. Reyk leggur yfir Þorbjörn/Hilmar Bragi




 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				