VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Fréttir

Engin skýr merki um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðs
Miðvikudagur 6. október 2021 kl. 17:30

Engin skýr merki um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðs

Nýjustu gervitunglagögn úr Sentinel-1 af svæðinu við Keili sýna engin skýr merki um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðs. Á nýjustu myndinni sem sýnir breytingar á svæðinu frá 23. september til 5. október sjást engin merki um breytingar á jarðskorpunni á slóðum skjálftahrinunnar sem hefur verið í gangi frá því í lok september. Það útilokar hins vegar ekki að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að það sæist ekki í gervitunglagögnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

„Við höfum verið að keyra líkön út frá nýjustu jarðskjálfta- og landmælingagögnum og líkönin gefa til kynna að ef kvika er að safnast fyrir, þá er hún ekki í miklu magni og á talsverðu dýpi, eða meira dýpi en sást í aðdraganda gossins í mars,“ segir Michelle Parks sem unnið hefur að greiningu gagnanna ásamt Vincent Drouin á Veðurstofu Íslands í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

„Ef kvika er að byggjast upp á meira en 5km dýpi, en skjálftavirknin í hrinunni er að megninu til á meira dýpi en það, þá sæist það ekki á gervitunglamyndum fyrr en talsvert meira magn hefur safnast fyrir. Því er nauðsynlegt að halda áfram að fylgjast náið með þróun virkninnar við Keili,“ segir Michelle.

VF jól 25
VF jól 25