Engin skrúðganga á sumardaginn fyrsta
Engin skrúðganga verður á vegum skátafélagsins Heiðabúa í Reykjanesbæ á sumardaginn fyrsta. Í ár ber hann upp á 23. apríl og er innan tímaramma samkomubanns vegna Covid 19. Skátafélagið Heiðabúar hefur undanfarin ár séð um skrúðgöngur í Reykjanesbæ bæði á sumardaginn fyrsta og 17. júní.
Skrúðganga 17. júní verður auglýst síðar, segir á vef Reykjanesbæjar. Á upplýsingafundi almannavarna í dag kom fram að aflétting takmarkana vegna COVID-19 verði tekin í skrefum og hvert skref tekur þrjár til fjórar vikur. Því er ennþá óljóst hvernig verður með fjöldasamkomur utandyra.