Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Engin sjáanleg gosvirkni
Víkurfréttamynd: Ísak Finnbogason
Fimmtudagur 21. desember 2023 kl. 09:13

Engin sjáanleg gosvirkni

Vísindamenn sem eru í flugi yfir gosstöðvunum staðfesta að engin gosvirkni er sjáanleg og virðist vera slokknað í gígum en glóð er enn sjáanleg í hraunbreiðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þetta staðfestist einnig af starfsmanni Eflu sem er á Sýlingarfelli.

Virknin virðist hafa dottið niður seint í nótt eða mjög snemma í morgun. Þó er enn mögulegt að hraunrennsli sé í lokuðum rásum og því ótímabært að lýsa yfir goslokum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024