Engin rússnesk herstöð í Keflavík

Rússar fá ekki aðstöðu á Keflavíkurflugvelli í skiptum fyrir lánafyrirgreiðslu. Þetta kom fram í svari Geirs H. Haarde forsætisráðherra á blaðamanna fundi sem nú stendur yfir í Reykjavík. Íslendingar eru að sækjast eftir 4 milljarða Evra láni frá rússneskum stjórnvöldum. Geir sagðist telja að lánið verði veitt á eðlilegum forsendum, þannig að rússnesk herstöð er ekki að opna í Keflavík.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				