Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engin raðhús — bara einbýli
Sunnudagur 4. júní 2017 kl. 05:00

Engin raðhús — bara einbýli

Skipulags- og bygginganefnd Sveitarfélagsins Garðs hefur hafnað umsókn Grétars Þórs Hafþórssonar sem óskaði eftir því að fá að byggja þrjár raðhúsalegjur við Brimklöpp í Klappahverfi í Garði.


Erindinu er hafnað þar sem umsóknin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi enda eru Brimklöpp 10, 12 og 14 einbýlishúsalóðir. Umsækjanda var bent á að endurskoðun Klappa- og Teigahverfis stendur yfir og mun auglýsing um lóðarúthlutanir í hverfinu verða auglýstar þegar deiliskipulagsvinnu lýkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þó svo deiliskipulagið geri ráð fyrir einbýli, þá má það heldur ekki vera of hátt. Særún Rósa Ástþórsdóttir óskaði eftir lóð undir byggingu einbýlishúss á tveimur hæðum (hæð ris). Erindinu var hafnað enda samræmist umsóknin ekki gildandi deiliskipulagi þar sem sótt er um hús á tveimur hæðum. Endurskoðun hverfisins stendur yfir og var umsækjanda bent á að fylgjast með auglýsingum um málið.