Engin orka frá Landsvirkjun til Helguvíkurálvers
Engin orka er í boði fyrir álver í Helguvík hjá Landsvirkjun. Ástæðan er sú að orkan er ekki til. Þetta hefur Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis eftir Herði Árnasyni, forstjóra Landsvirkjunar af formannafundi ASÍ í dag.
Kristján lagði þá spurningu fyrir Hörð hvort hann mætti ekki selja raforku til álvers Norðuráls í Helguvík. Í samtali við Víkurfréttir segir Kristján að Hörður hafi fullyrt það að ástæðan fyrir að ekki fengist orka fyrir álver Norðuráls í Helguvík væri ekki vegna þess að ekki tækist að semja um verð heldur væri ástæðan einfaldlega sú að orkan væri hreinlega ekki til.
Forsvarsmenn Norðuráls hafa sagt, m.a. á atvinnumálafundi í Garði á dögunum, að þeir muni setja framkvæmdir við álverið í Helguvík á fulla ferð fái þeir vilyrði frá Landsvirkjun um 150 megavött af raforku í fyrsta áfanga álversins.