Engin merki um gosvirkni
Engin gosvirkni sást í drónaflugi á vegum sérsveitarinnar sem flaug yfir gossvæðið fyrir skömmu. Það bendir til að gosinu sé að ljúka. Ekki er lengur vart við gosóróa á skjálftamælum. Þetta kemur fram í tilkmynningu Veðurstofu Íslands.
Veðurstofan hefur uppfært hættumat með tilliti til þróunar í virkni gossins. Breytingar hafa orðið á hættumati fyrir einstaka hættu innan svæða. Dregið hefur úr hættu á gosopnun en hætta vegna gasmengunar er enn til staðar við hraunjaðarinn. Enn er talin hætta á hraunflæði, sú hætta tengist því að ennþá er möguleiki á að hrauntungur brjótist út úr hraunjaðrinum. Hætta á jarðfjalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingar er enn talið hátt á svæði 4 (Grindavík).