Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engin meiðsl í hörðum árekstri á Fitjum
Laugardagur 29. maí 2010 kl. 16:19

Engin meiðsl í hörðum árekstri á Fitjum


Engin meiðsl urðu á fólki í hörðum árekstri sem varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Stekks á Fitjum í Njarðvík nú áðan.

Sjúkrabíll frá Brunavörnum Suðurnesja, sem var að koma úr Reykjavík, kom að slysinu. Læknir var í áhöfn sjúkrabílsins og mat hann aðstæður á slysstað þannig að enginn hafi slasast.
Eignatjón varð hins vegar talsvert og báðir bílarnir sem áttu í hlut voru óökuhæfir eftir áreksturinn.

Tækjabíll frá BS var sendur á slysstað, enda hafði olía lekið niður á götuna.

Myndir á slysstað tók Ellert Grétarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024