Engin kvölddagskrá á 17. júní
Menningarráð Reykjanesbæjar leggur til að hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn 17. júní verði með svipuðu sniði í ár og var í fyrra, þ.e. góð hefðbundin dagskrá að degi til en kvölddagskrá verði sleppt.
Ráðinu þótti þetta gefa góða raun í fyrra og stefnt að því dagurinn verði fjölskyldufólki í bæjarfélaginu til ánægju.
Nöfn fjallkonu, fánahyllis og ræðumanns verða gefin upp síðar eins og venja er. Einnig mælir ráðið með umsókn Unglingaráðs körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur um einkasölu í skrúðgarðinum.