Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engin kreppa að Útskálum: Hótel í byggingu
Þriðjudagur 20. janúar 2009 kl. 15:38

Engin kreppa að Útskálum: Hótel í byggingu

 
Það er ekki að sjá að það sé kreppa í Garðinum. Þangað streymdu steypubílar í röðum í gær með steypu í sökkla hótels sem er í byggingu á Útskálatúni. Hótelið mun tengjast fyrirhuguðu safnaðarheimili og menningarsetri sem er jafnframt í byggingu að Útskálum.
 
Það er fyrirtækið Útskálatún ehf. sem byggir hótelið en Útskálasókn mun byggja safnaðarheimilið en byggingarnar rísa á Útskálatúninu neðan við Útskála, þar sem gamla prestsetrið hefur verið fært í upprunalegt form. Þar verður í framtíðinni mikið menningarsetur.
 
Framkvæmdastjóri Útskálatúns ehf. sagði að vissulega hefði bankakreppan haft áhrif á framkvæmdir, en þær myndu halda áfram, enda er meðal annars horft til ferðaþjónustu í þeirri uppbyggingu sem nú er fyrir höndum í landinu eftir bankahrunið.
 
Meðfylgjandi mynd var tekin að Útskálum í gær þegar unnið var að því að steypa sökkla hótelsins að Útskálum.
 
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024