Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 5. júní 2001 kl. 12:00

Engin hátíðarhöld við höfnina í Keflavík á Sjómannadaginn

Sjómannadagsráð Keflavíkur og Njarðvíkur hefur undanfarna áratugi staðið fyrir hátíðarhöldum við höfnina í Keflavík í samvinnu við hafnaryfirvöld. Á Sjómannadeginum hafa komið stéttarfélög sjómanna auk félags útgerðarmanna. Fyrir allmörgum árum hættu útvegsmenn að standa að deginum. Lengi vel sáu félögin ein um daginn en nú hin síðari ár hafa þau gert það í samvinnu við Björgunarsveitinga Suðurnes. Björgunarsveitin hefur nú ákveðið að eiga ekki samstarf um að halda daginn hátíðlegan.Sjómannadagsráð hefur nú í ár ákveðið að ekki verði staðið fyrir hefðubundnum hátíðarhöldum á Sjómannadaginn við höfnina. Sjómannaguðþjónustan verður í Keflavíkurkirkju þann 10. júní kl. 11, látinna sjómanna verður minnst og lagður verður blómakrans við minnismerki horfinna í kirkjugarði Keflavíkur. Að guðþjónustu lokinni býður sjómannadagsráð kirkjugestum til grillveislu sem verður í garðinum á milli kirkju og safnaðarheimilis, harmonikkuleikari á staðnum.

Sjómannadagsráð Keflavík-Njarðvík
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024