Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engin hagsmunatengsl, segir E-listinn
Föstudagur 18. september 2009 kl. 08:41

Engin hagsmunatengsl, segir E-listinn


Landsnet hefur ekki greitt sveitarfélaginu Vogum vegna þeirrar skipulagsvinnu sem Suðvesturlínur kalla á. Hinsvegar er ákvæði í samkomulaginu við Landsnet um „skaðleysi“ sveitarfélagsins af framkvæmdum og vinnu við verkefnið. Því ert gert ráð fyrir að Landsnet greiði kostnað sem fellur á sveitarfélagið vegna þess.

Þetta kemur fram í svari meirihlutans í bæjarráði Voga við fyrirspurn Ingu Sigrúnar Atladóttur, bæjarfulltrúa H -listans, um hagsmundatengsl. Sem kunnungt er sótti Landsnet það stíft að fá Suðvesturlínur inn á skipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt af meirihluta E-listans þvert gegn vilja bæjarbúa sem komið hafði fram á íbúafundi.

Í svari E-listans kemur fram að verið sé að skoða hvort og þá hvaða áhrif úrskurður samgönguráðuneytisins hafi á þetta ákvæði. Sem kunnugt er úrskurðaði ráðuneytið að greiðslur Landsvirkjunar til Skeiða- og Gnúpverjahrepps væru ólöglegar og ætlar ráðuneytið að taka þær til sérstakrar skoðunar.

Í svari E-listans segir jafnframt að bókhald bæjarins hafi verið skoðað aftur í tímann til 1998 með tilliti til hugsanlegra hagsmunatengsla. Við þá skoðun hafi ekkert slíkt komið í ljós.

Haft er eftir umhvefisráðherra í fjölmiðlum að skoða þurfi alla samninga og samskipti orkufyrirtækja og sveitarfélaga.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson