Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engin frístundahús að Stóra-Hólmi í Leiru
Fimmtudagur 26. september 2024 kl. 06:04

Engin frístundahús að Stóra-Hólmi í Leiru

Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar telur fyrirhugaða uppbyggingu við Stóra-Hólm í Leiru ekki samræmast því sem gert er ráð fyrir í aðalskipulagi Suðurnesjabæjar og hafnar því erindi sem barst ráðinu fyrir síðasta fund.

Þar óskar landeigandi eftir að fá að byggja frístundahús á jörð sinni, Stóra-Hólmi, samkvæmt gögnum sem fylgdu umsókninni. Stóri-Hólmur er á ódeiliskipulögðu svæði og í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem íþróttasvæði. Þar er ekki gert ráð fyrir byggingu íbúðar- né frístundahúsa en „svigrúm er til uppbyggingar og endurbóta í sátt við náttúru svæðisins,“ eins og segir í greinargerðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ráðið telur fyrirhugaða uppbyggingu ekki samræmast því sem gert er ráð fyrir í aðalskipulagi og hafnar því erindinu.