Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engin fjölskylduskemmtun í ár
Frá flugeldamarkaði Björgunarsveitarinnar Suðurnes í fyrra.
Miðvikudagur 27. desember 2017 kl. 07:47

Engin fjölskylduskemmtun í ár

- hjá Björgunarsveitinni Suðurnes

Björgunarsveitin Suðurnes mun ekki halda álega fjölskylduskemmtun sína í ár þegar flugeldamarkaður björgunarsveitarinnar verður opnaður. Of dýrt er að halda skemmtunina og björgunarsveitin hefur ekki fjármuni til þess að þessu sinni.
 
Kostnaðurinn við fjölskylduskemmtunina hleypur á hundruðum þúsunda. Árið hefur verið kostnaðarsamt fyrir Björgunarsveitina Suðurnes. Útköll hafa verið mörg og tímafrek og þar er mikil kostnaðaraukning. Þá fara meiri fjármunir í menntun björgunarfólks.
 
Þenslan í þjóðfélaginu skilar sér ekki til björgunarsveitanna, sagði björgunarsveitarmaður í samtali við Víkurfréttir og bendir á að verkefnum björgunarsveitanna fjölgi ár frá ári og dýrara sé að reka sveitirnar.
 
Flugeldamarkaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes opnar á morgun, fimmtudag. Sölustaður er í húsi björgunarsveitarinnar við Holtsgötu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024