Engin fegurðarsamkeppni á Suðurnesjum
Fallið hefur verið frá því að halda keppnina um Fegurðardrottningu Suðurnesja 2009. Ástæðan er mikill kostnaður og að erfiðlega gengur að fá styrktaraðila að keppninni í því árferði sem nú ríkir.
Fegurðarsamkeppni Suðurnesja var síðast haldin 2007 þegar Karen Lind Tómasdóttir var kjörin Fegurðardrottning Suðurnesja. Hún kom nýlega fram í Víkurfréttum og lýsti reynslu sinni af þátttöku í keppninni og í Fegurðarsamkeppni Íslands. Karen lýsti því að það hafi verið reynsla sem hún hefði viljað vera án. Hún þarf hins vegar að bera titilinn Fegurðardrottning Suðurnesja áfram eða þar til ný fegurðardrottning verður kjörin í betra árferði.