Engin breyting á varnarviðræðum
Robert Loftis sendiherra stýrir áfram bandarísku viðræðunefndinni um varnamál við Íslendinga og bandaríska utanríkisráðuneytið fer áfram með forræði í viðræðunum. Fréttir um að forræði viðræðnanna hafi verið fengið þjóðaröryggisráðgjafa eru rangar, að því Ríkisútvarpið segir í kvöld.
Stjórnvöld í Washington segjast staðráðin í að ljúka þessum viðræðum við Íslendinga. Þetta segir embættismaður í Hvíta húsinu í Washington sem fréttaritari Ríkisútvarpsins, Björn Malmkvist, ræddi við í dag.
Bandaríska sendiráðið í Reykjavík neitaði í dag að auknar líkur væri á lokun herstöðvarinnar í Keflavík og bar til baka fréttir Stöðvar tvö frá því í gær um að bandaríska utanríkisráðuneytið hefði beðist undan því að koma að varnarviðræðum við Íslendinga og að þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna fari framvegis með forræði í málinu.
Stjórnvöld í Washington segjast staðráðin í að ljúka þessum viðræðum við Íslendinga. Þetta segir embættismaður í Hvíta húsinu í Washington sem fréttaritari Ríkisútvarpsins, Björn Malmkvist, ræddi við í dag.
Bandaríska sendiráðið í Reykjavík neitaði í dag að auknar líkur væri á lokun herstöðvarinnar í Keflavík og bar til baka fréttir Stöðvar tvö frá því í gær um að bandaríska utanríkisráðuneytið hefði beðist undan því að koma að varnarviðræðum við Íslendinga og að þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna fari framvegis með forræði í málinu.