Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engin banaslys í umferðinni
Mánudagur 13. ágúst 2012 kl. 09:18

Engin banaslys í umferðinni

Ekkert banaslys varð í umferðinni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á árinu 2011 og má eflaust þakka það stöðugum umbótum á umferðarmannvirkjum fyrst og fremst, en greinileg þróun í átt að fækkun umferðslysa hefur orðið frá tvöföldun Reykjanesbrautar. Þetta kemur fram í ársskýrslu lögregluembættisins.

Allnokkur fjöldi umferðarslysa, vinnuslysa og frítímaslysa varð að venju en aðeins eitt banaslys. Grænlenskur sjómaður drukknaði þegar hann tók út af grænlensku fiskiskipi þann 27. febrúar.  Skipið var að veiðum í Faxaflóa þegar slysið varð og kom til hafnar í Helguvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024