Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engin ákvörðun enn um lokun fæðingardeildar
Fimmtudagur 26. febrúar 2009 kl. 18:15

Engin ákvörðun enn um lokun fæðingardeildar

Elís Reynarsson, fjármálastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, segir málefni fæðingardeildar HSS í ákveðnum farvegi. Stórnendur stofnunarinnar séu að kasta á milli sín hugmyndum um leiðir til sparnaðar. Ein þeirra sé að loka deildinni í sumar. Það hafi hins vegar ekki verið ákveðið endanlega eins og Guðrún Guðbjartsdóttir, ljósmóðir, lýsti í Víkurfréttum í dag.

Málið sé enn opið og engin ákvörðun verði tekin fyrr en vinnuhópur sem heilbrigðisráðherra skipaði með aðkomu fulltrúa ráðuneytis, stjórnenda HSS og hollvinasamtaka HSS hafi skilað tillögum. Það verður þann 16. mars nk.

Elís lagði á það áherslu á að finna þurfi leiðir til niðurskurðar í öllum deildum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og að stjórnendur HSS hafi m.a. átt fundi með ljósmæðrum á fæðingardeildinni. Stjórnendur HSS hafi leitað ráða hjá ljósmæðrum og það sé því ekki rétt hjá Guðrúnu í Víkurfréttum í dag að ekki hafi verið leitað til ljósmæðra.

Hins vegar sé málið opið ennþá og endanleg ákvörðun um lokun eða aðrar aðgerðir hafi ekki verið tekin og verði ekki fyrr en vinnuhópurinn hafi skilað gögnum til heilbrigðisráðuneytisins og fengið viðbrögð þaðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024