Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engar uppsagnir hjá Byr og Íslandsbanka í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 29. nóvember 2011 kl. 15:51

Engar uppsagnir hjá Byr og Íslandsbanka í Reykjanesbæ

Enginn af þeim 42 starfsmönnum sem sagt var upp hjá sameinuðum banka Íslandsbanka og Byr í dag er úr Reykjanesbæ. Uppsagnirnar voru allar í höfuðstöðvum bankans í Reykjavík. Sighvatur Ingi Gunnarsson, útibússtjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ, segir að engar endanlegar ákvarðanir verið teknar með starfsmannamál í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrirhugað er að útibú Byrs í Reykjanesbæ verði sameinað útibúi Íslandsbanka að Hafnargötu 91 í Reykjanesbæ í janúar á nýju ári. Viðskiptavinir Byrs geta leitað áfram til síns útibús og helst öll þjónusta þar óbreytt.


Myndin: Byr opnaði útibú í Reykjanesbæ fyrr á árinu. Það útilbú verður sameinað útibúi Íslandsbanka í janúar nk. VF-mynd: Páll Ketilsson