„Engar skyndilausnir í sjónmáli“
– segir Stefán Bjarkason hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar
„Þetta er mjög erfitt mál að leysa fyrir íþrótta- og tómstundaráð og engar skyndilausnir í sjónmáli. Ráðið er sammála um að allar íþróttagreinar eigi að sitja við sama borð,“ segir Stefán Bjarkason, framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar í Víkurfréttum sem koma út í dag.
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur krafist þess að henni verði bætt upp það áralanga ójafnræði sem hún telur að hafi ríkt í húsnæðismálum á milli félaganna í Reykjanesbæ. Keflvíkingar benda á að Ungmennafélag Njarðvíkur hafi haft afnot af tvíbýlishúsi við Þórustíg 3 í Njarðvík á þriðja áratug, en það er í eigu Reykjanesbæjar.
Nánar er fjallað um málið í Víkurfréttum sem koma út í dag. Rafræn útgáfa blaðsins kemur inn á vf.is með morgninum.