Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engar lokanir eða uppsagnir á HSS
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 28. nóvember 2019 kl. 10:31

Engar lokanir eða uppsagnir á HSS

„Engar áætlanir eru uppi um að leggja niður deildir á stofnuninni eða segja upp starfsfólki,“ segir í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofunar Suðurnesja. Tilkynningin er birt á vef stofnunarinnar að gefnu tilefni.

„Það er þó ekkert launungarmál að HSS stefnir í hallarekstur á árinu, sem rekja má til þess að fjárveitingar til stofnunarinnar hafa ekki tekið mið af þjónustuþörf á Suðurnesjum og verulegri íbúafjölgun á svæðinu undanfarin ár,“ segir jafnframt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Framkvæmdastjórn og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja leitar nú leiða til að mæta hallarekstrinum en sem fyrr segir eru engar uppsagnir fyrirhugaðar í því sambandi.