Engar lausar íbúðalóðir í Garði – nýtt 199 íbúða hverfi skipulagt
Á næstu vikum verður hafist handa við nýtt 199 íbúða hverfi ofan við Garðvang í Garði. Við skipulag hverfisins verður gert ráð fyrir að fiskverkunarhús við Háteig verði keypt og rifin, ef samningar takast við eigendur.Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir lóðum undir 30 íbúðir en nú er staðan þannig í Garði að engar byggingalóðir eru lausar til umsóknar, þ.e. öllum lóðum hefur verið úthlutað til einstaklinga eða verktaka.
Að sögn Oddnýjar Harðardóttir, bæjarstjóra, er forsenda þess að ráðist verði í þetta nýja hverfi sú að fiskvinnsla að Háteig víki. Þar er í dag rekin þurrkunarstöð fyrir fiskfang en þeirri starfsemi á að hætta í haust og nýta húsin sem geymslur.
Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var unnið að skipulagi sem gerði ráð fyrir nýrri íbúðagötu neðan Sunnubrautar í Garði. Það skipulag er nú í biðstöðu og beðið álits lögfræðinga. Þá er mun dýrara fyrir sveitarfélagið að vinna það svæði undir íbúðabyggð, en melurinn ofan við Garðvang er kjörinn fyrir íbúðabyggð og mun tengja byggðina í Inn- og Út-Garði betur saman.






