Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engar lausar íbúðalóðir í Garði – nýtt 199 íbúða hverfi skipulagt
Sunnudagur 4. mars 2007 kl. 15:47

Engar lausar íbúðalóðir í Garði – nýtt 199 íbúða hverfi skipulagt

Á næstu vikum verður hafist handa við nýtt 199 íbúða hverfi ofan við Garðvang í Garði. Við skipulag hverfisins verður gert ráð fyrir að fiskverkunarhús við Háteig verði keypt og rifin, ef samningar takast við eigendur.

Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir lóðum undir 30 íbúðir en nú er staðan þannig í Garði að engar byggingalóðir eru lausar til umsóknar, þ.e. öllum lóðum hefur verið úthlutað til einstaklinga eða verktaka.

Að sögn Oddnýjar Harðardóttir, bæjarstjóra, er forsenda þess að ráðist verði í þetta nýja hverfi sú að fiskvinnsla að Háteig víki. Þar er í dag rekin þurrkunarstöð fyrir fiskfang en þeirri starfsemi á að hætta í haust og nýta húsin sem geymslur.

Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var unnið að skipulagi sem gerði ráð fyrir nýrri íbúðagötu neðan Sunnubrautar í Garði. Það skipulag er nú í biðstöðu og beðið álits lögfræðinga. Þá er mun dýrara fyrir sveitarfélagið að vinna það svæði undir íbúðabyggð, en melurinn ofan við Garðvang er kjörinn fyrir íbúðabyggð og mun tengja byggðina í Inn- og Út-Garði betur saman.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024