Engar konur hafa sótt um í kísilverksmiðjunni
Helgi Þórhallsson var nýverið ráðinn nýr forstjóri eignarhaldsfélagsins United Silicon sem byggir kísilver í Helguvík og þá hefur Þórður Magnússon nýlega verið ráðinn rekstrarstjóri fyrirtækisins. Magnús Garðarsson framkvæmdastjóri fer yfir í stjórn félagsins eftir næsta ársfund.
Í samtali við Víkurfréttir segir Magnús að einnig hafi félagið ráðið öryggisverkfræðing og staða rafmagnsverkfræðings hafi verið auglýst. „Við erum 6 starfsmenn í dag og eftir 10 mánuði munu verða hér 60 starfsmenn þannig að það eru mörg góð tækifæri fyrir hæfileikaríkt fólk frá Suðurnesjum. Það hefur vakið athygli mína að engar konur hafa sótt um þær stöður sem í boð hafa verið og vil ég nota þetta tækifæri og hvetja konur til þess að sækja um.“