Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engar hömlur á verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Miðvikudagur 8. nóvember 2006 kl. 09:04

Engar hömlur á verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Í ljósi upptöku nýrra regla um takmörkun vökva í gegnum öryggisleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er ástæða til að vekja athygli á því að farþegar geta eftir sem áður keypt allan vökva, krem og aðrar snyrtivörur á frísvæði flugstöðvarinnar, hvort heldur sem þeir séu að fara af landi brott eða koma til Íslands.

Tekið skal fram og ítrekað að nýjar öryggisreglur hafa ekki áhrif á verslun innan biðsvæðis flugstöðva Evrópska Efnahagssvæðisins, en vörur sem seldar eru á því svæði hafa sætt sérstakri skoðun.

Fólk þarf einungis að geyma kassakvittanir og ekki opna umbúðir utan af vörum fyrr en komið er inn í landið á áfangastað. Ef fólk fer í tengiflug þarf að auki að biðja starfsfólk í verslunum að setja vökva í innsiglaða poka.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024