Engar hömlur á verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Tekið skal fram og ítrekað að nýjar öryggisreglur hafa ekki áhrif á verslun innan biðsvæðis flugstöðva Evrópska Efnahagssvæðisins, en vörur sem seldar eru á því svæði hafa sætt sérstakri skoðun.
Fólk þarf einungis að geyma kassakvittanir og ekki opna umbúðir utan af vörum fyrr en komið er inn í landið á áfangastað. Ef fólk fer í tengiflug þarf að auki að biðja starfsfólk í verslunum að setja vökva í innsiglaða poka.