Engar ákvarðanir teknar strax
Fulltrúar lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum áttu í morgun fund með dóms- og kirkjumálaráðherra og fulltrúum ráðuneytisins um fjármál embættisins. Á fundinum lögðu fulltrúar lögreglustjóraembættisins fram upplýsingar vegna nýrrar rekstraráætlunar ársins 2008. Í tilkynningu sem ráðuneytið sendi frá sér í dag segir að málið sé í vinnuferli og engar ákvarðanir um aðgerðir verði teknar fyrr en niðurstaða úr þeirri vinnu liggur fyrir.
Eins og fram hefur komið gerir rekstraráætlun embættisins ráð fyrir 200 milljónum umfram fjárheimildir. Því er spurningin sú hvort embættinu verði gert að skera niður eða hvort það fái auknar fjárheimildir.