Engan sakaði í umferðaróhöppum
Fjögur umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Á Reykjanesbraut var einni bifreið ekið útaf vegna hálku og einni bifreið var ekið á ljósastaur. Þá varð bílvelta á Garðskagavegi en engan sakaði í óhöppunum.
Þrír ökumenn voru kærðir í gærkvöldi fyrir það að virða ekki stöðvunarskyldu á gatnamótum í Reykjanesbæ.
Þrír ökumenn voru kærðir í gærkvöldi fyrir það að virða ekki stöðvunarskyldu á gatnamótum í Reykjanesbæ.