Engan sakaði í nauðlendingu við Kleifarvatn
 Engan sakaði þegar þriggja manna þyrla nauðlenti skammt norðan við Kleifarvatn um hádegisbil í dag. Tveir voru í vélinni, flugmaður og farþegi. Ekki liggur fyrir hvers vegna vélin nauðlenti. Hún mun vera talsvert skemmd.
Engan sakaði þegar þriggja manna þyrla nauðlenti skammt norðan við Kleifarvatn um hádegisbil í dag. Tveir voru í vélinni, flugmaður og farþegi. Ekki liggur fyrir hvers vegna vélin nauðlenti. Hún mun vera talsvert skemmd.
Þyrlan er af gerðinni Hughes 300c, í eigu Þyrluþjónustunnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór á vettvang þar sem ekki er bílfært á þær slóðir þar sem þyrlan nauðlenti. 





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				