Enga limma, takk
FFGÍR, samtök foreldafélaga í grunnskólum Reykjanesbæjar, hafa sent út tilkynningu þar sem foreldrar eru minntir á að ekki sé æskilegt að börn þeirra fari með limmósíum á hið árlega Vina- og paraball sem haldið verður í í Top of the Rock næsta föstudag.
Í tilkynningunni segir að FFGÍR hafi fengið ábendingar og frétt af hópi sem undirbýr akstur með limmósínu á ballið. Eru foreldrar hvattir til að grípa inní ef slíkur undirbúningur er í vinahópnum
Fjörheimar bjóða strætóakstur frá öllum skólum og skutla heim að balli loknu kl. 23.