Enga glæsivagna á árshátíð grunnskóla
Hin glæsilega árshátíð 8. -10. bekkja grunnskóla Reykjanesbæjar verður haldin í Stapanum fimmtudaginn 11.apríl frá 20.00 - 23.00.
Fyrir hönd FFGÍR skorum við á foreldra í grunnskólum Reykjanesbæjar að standa saman og hafna notkun glæsivagna í kringum árshátíðina. Það hafa of margir setið heima útskúfaðir frá glæsivagnavinahópnum. Sköpum aðstæður þar sem börnin eiga góðar minningar. Bjóðum öllum að sitja við sama borð.
Nánari upplýsingar eða athugasemdir sendist á [email protected]