Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enga bílaleigubíla á Afreksbraut
Knattspyrnudeild UMFN vill fá að leigja þessi bílastæði til t.d. bílaleiga sem geymslusvæði fyrir bílaleigubíla í vetur. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 17. október 2016 kl. 10:43

Enga bílaleigubíla á Afreksbraut

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur hafnað óskum stjórnar Knattspyrnudeildar Njarðvíkur, sem fór þess að leit við Reykjanesbæ að deildin fái til umráða hluta af bílastæðum sem eru við knattspyrnuvöll deildarinnar við Afreksbraut í Njarðvík. Þar vill knattspyrnudeildin bjóða þau til útleigu, t.d. til bílaleiga.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir ekki tillöguna þar sem svæðið er ætlað sem skammtímastæði til almennra nota.

Vöntun virðist vera á langtímastæðum þar sem bílaleigur geta geymt bílaflota sinn yfir vetrarmánuðina en fjölgun bílaleigubíla hefur verið gríðarleg síðasta árið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024