Fimmtudagur 31. mars 2022 kl. 14:32
				  
				Endurvinnslan hf. skipar út gleri frá Helguvík 
				
				
				Hafnarstjóri kynnti drög að samningi við Endurvinnsluna hf. varðandi útskipun á gleri um Helguvíkurhöfn til endurvinnslu erlendis á síðasta fundi hafnarstjórnar Reykjaneshafnar. 
Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti fyrirliggjandi drög samhljóða og fól hafnarstjóra að undirrita þau.