Mánudagur 21. febrúar 2000 kl. 10:43
Endurvigtun sjávarafla
Hafnarráð Sandgerðisbæjar hefur lagt til að hafnarstjóri riti Fiskistofu bréf um að hún láti endurskoða lög og reglugerðir um endurvigtun sjávarafla. Þetta var ákveðið eftir að ráðinu barst bréf frá Fiskistofu þar sem hún hafnaði því að Fiskþjónustan ehf. fengi endurvigtunarleyfi.