Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Endurunnu salti skipað út frá Grindavíkurhöfn
Þriðjudagur 16. apríl 2013 kl. 09:54

Endurunnu salti skipað út frá Grindavíkurhöfn

Á myndinni hér að ofan sjást pokar af endurunnu salti á Svíragarði sem á að skipa út til nokkra hafna á Norðurlandi fyrir Vegagerðina. Hún ætlar að nýta saltið til dreifingar á vegum á þessum slóðum. Þetta verður í fyrsta skipti sem salti er skipað úr höfn í Grindavík að söfn hafnarstjóra.

Löndunarþjónusta Þorbjarnar hf sér um útskipunina. Þetta er salt sem annars hefði verið keyrt sem úrgangssalti út í Nes en Haustak í Grindavík hefur þróað aðferð til þess að hreinsa saltið með góðum árangri.

Löndunarþjónusta Þorbjarnar hf. er smám saman að auka þjónustu sína og sér m.a. um uppskipanir úr skipum sem koma með salt í sekkjum, segir á vef Grindavíkurbæjar.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024