Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Endurskoði ákvörðun um sumarlokanir leikskóla
Sunnudagur 29. janúar 2023 kl. 07:00

Endurskoði ákvörðun um sumarlokanir leikskóla

„Búið er að gefa út að allir leikskóla Reykjanesbæjar hefji sumarlokanir á sama tíma þ.e. frá 5. júlí til 9. ágúst. Í Reykjanesbæ starfa margir við ferðamannaiðnaðinn og ertu í vaktavinnu. Álagið á atvinnulífið eykst mjög mikið þegar hópur fólks þarf að hverfa frá á sama tíma.“ Þetta segir í bókun Margrétar Þórarinsdóttur, bæjarfulltrúa Umbótar, á síðasta bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ, við fundargerð fræðsluráðs frá 13. janúar.

Þá segir: „Auk þess eru margir foreldrar sem hafa ekki val hvenær sumarleyfi er tekið. Einnig eru fjöldi foreldra og barna af erlendum uppruna sem búar hér á svæðinu og margir þeirra hafa ekki stuðningsnet til að leita til. Umbót hvetur Reykjanesbæ til að endurskoða þessa ákvörðun og endurskipuleggja sumarlokanir leikskólana til framtíðar.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024