Endurskoði ákvörðun um sumarlokanir leikskóla
„Búið er að gefa út að allir leikskóla Reykjanesbæjar hefji sumarlokanir á sama tíma þ.e. frá 5. júlí til 9. ágúst. Í Reykjanesbæ starfa margir við ferðamannaiðnaðinn og ertu í vaktavinnu. Álagið á atvinnulífið eykst mjög mikið þegar hópur fólks þarf að hverfa frá á sama tíma.“ Þetta segir í bókun Margrétar Þórarinsdóttur, bæjarfulltrúa Umbótar, á síðasta bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ, við fundargerð fræðsluráðs frá 13. janúar.
Þá segir: „Auk þess eru margir foreldrar sem hafa ekki val hvenær sumarleyfi er tekið. Einnig eru fjöldi foreldra og barna af erlendum uppruna sem búar hér á svæðinu og margir þeirra hafa ekki stuðningsnet til að leita til. Umbót hvetur Reykjanesbæ til að endurskoða þessa ákvörðun og endurskipuleggja sumarlokanir leikskólana til framtíðar.“