Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Endurnýjun á Festi kostar 160-200 milljónir króna
Fimmtudagur 12. febrúar 2009 kl. 13:52

Endurnýjun á Festi kostar 160-200 milljónir króna



Rífa þarf nánast allt innan úr félagsheimilinu Festi í Grindavík þannig að nánast standi einungis strípuð ílögn gólfa og burðarmannvirki lofta, en múrhúð og einangrun útveggja héldi sér. Þetta kemur fram í ástandsskýrslu Verksýnar um ástand Festi sem Grindavíkurbæjar lét gera og var kynnt í Bæjarstjórn Grindavíkur í gærkvöldi.

Tillögur skýrsluhöfunda að úrbótum innanhús miða við að byggt verði við húsið. Bent er á að varðveita mætti ýmis sérkenni samkomusalarins eins og gamla sviðið, loftagrindur í sal og  listaverkin í anddyri hússins.
Kostnaður við rif og endurnýjun innanhúss má gróflega áætla á bilinu 160 til 200 milljónir króna fyrir allt húsið en það fer eftir því hversu mikið er í breytingarnar lagt, að því er fram kemur í skýrslunni.

Af www.grindavik.is - Ljosmynd: Ljósmyndasafn Grindavíkur/www.grindavi.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024