Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Endurnýja flugbrautir fyrir 5,6 milljarða króna
Þriðjudagur 19. apríl 2016 kl. 09:44

Endurnýja flugbrautir fyrir 5,6 milljarða króna

ÍAV átti hagstæðasta tilboð í endurgerð flugbrauta Keflavíkurflugvallar. Tilboð ÍAV hljóðaði upp á rúma 5,6 milljarða króna en tilboð Ístak var rúmir 6,1 milljarður. Kostnaðaráætlun er rúmir 5,2 milljarðar.

Verkið felst í eftirfarandi verkþáttum:

Flugbraut 02/20 verður endurgerð sumarið 2016 og flugbraut 11/29 sumarið 2017. Yfirborð flugbrauta verður endurnýjað sem og rafmagns- og flugbrautaljósakerfi. Einnig verður flugleiðsögubúnaður á öllum brautum endurnýjaður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024