Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Endurhannar innviði Samkomuhússins í Garði
Föstudagur 11. desember 2009 kl. 18:46

Endurhannar innviði Samkomuhússins í Garði

Sveitarfélagið Garður hefur samþykkt að taka tilboði Ólavíu Ólafsdóttur arkitekts í innanhússhönnun á Samkomuhúsinu í Garði.


Í tilboðinu eru gerðar tillögur um efnis- og litaval, lagfæringar, breytingar og kostnaðaráætlun þannig að endurbætur hússins geta verið áfangaskiptar en unnið út frá sömu forsendum og skipulagi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Stefnt er að því að halda íbúafund í Garði miðvikudaginn 16. desember. Þar gefist íbúum kostur á að segja álit sitt á hlutverki Samkomuhússins og mun verða tekið tillit til athugasemda sem þar kunna að koma fram við endurbætur á Samkomuhúsinu.



Mynd: Ólavía Ólafsdóttir arkitekt mun vinna innanhúshönnun fyrir Sveitarfélagið Garð.