Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Endurgreiðir rúmar 100 milljónir vegna lóðaskila
Sunnudagur 16. nóvember 2008 kl. 12:35

Endurgreiðir rúmar 100 milljónir vegna lóðaskila

Alls hefur 46 úthlutuðum lóðum verið skilað í Reykjanesbæ í ágúst, september og október. Vegna þessa hefur Reykjanesbær þurft að endurgreiða tæpar 102,5 milljónir.

Samkvæmt upplýsingum frá bæjarskrifstofu er ekki greitt fyrir lóðir í Reykjanesbæ líkt og á höfuðborgarsvæðinu. Eingöngu er því verið að endurgreiða gatnagerðargöld.
Síðan í febrúar á þessu ári hafa lóðahafar ekki þurft að greiða sérstakt staðfestingagjald en greiða þarf byggingarleyfisgjöld og gatnagerðargjöld innan 30 daga eftir að lóð hefur verið úthlutað.

Reykjanesbær verður því fyrir minna tekjutapi en ella samanborðið við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem hafa þurft að endurgreiða milljarða vegna lóðaskila.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á sama tíma og þessum 46 lóðum var skilað, var 10 lóðum úthlutað. Stærsti hluti skilalóðanna eru undir einbýlishús, eða 25 lóðir.

Samkvæmt upplýsingum frá bæjarskrifstofu eru nú lausar 44 einbýlishúsalóðir, átta undir parhús á tveimur hæðum, tólf fjölbýlishúsalóðir og átta lóðir undir raðhús í Ásahverfi, Tjarnarhverfi og Dalshverfi 1 og 2. Samtals er því 176 íbúðum óúthlutað sem er um 11% af því sem úthlutað hefur verið frá 2005.
Frá árinu 2005 hafa verið út byggingarleyfi fyrir 1510 íbúðir.