Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Endurbyggja hlöðu og  fjárhús sem vinnustofu
Laugardagur 4. mars 2023 kl. 07:15

Endurbyggja hlöðu og fjárhús sem vinnustofu

- hafna byggingu skála í sömu stærð á næstu lóð við hliðina

Sótt hefur verið um að endurbyggja samsetta byggingu sem stóð á jörðinni Austurkoti 1 í Sveitarfélaginu Vogum. Byggingin hýsti áður hlöðu og fjárhús. Talið er að byggingin sé að mestu hrunin, ef ekki öll, og verður hún endurbyggð. Endurbyggingin mun hýsa vinnustofu. Stærðin er 114,7 fermetrar, segir í umsókninni.

Skipulagsnefnd Voga heimilar að umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt. Einnig verði leitað umsagnar Vegagerðarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá hefur verið sótt um að byggja skála á jörðinni Austurkoti 3 í Sveitarfélaginu Vogum. Skálinn mun hýsa vinnustofu. Stærðin er 114,7 fermetrar, eða nákvæmlega sama stærð og á endurbyggingu hlöðu og fjárhúss á Austurkoti 1. Umsókninni var hafnað.

Í afgreiðslu skipulagsnefndar segir: Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er um íbúðarsvæði að ræða en ekki er til staðfest deiliskipulag fyrir svæðið. Frekari uppbygging skal vera í samræmi við þá byggð sem fyrir er en nánari útfærslu er vísað til deiliskipulags. Vinna þarf að deiliskipulagi fyrir umrætt svæði.