Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

End­ur­bygg­ing her­sjúkra­húss­ins mun skapa um 300 ný störf í Reykja­nes­bæ
Miðvikudagur 17. febrúar 2010 kl. 19:03

End­ur­bygg­ing her­sjúkra­húss­ins mun skapa um 300 ný störf í Reykja­nes­bæ

Búist er við að 2-300 ný störf geti skapast í tengslum við umfangsmiklar endurbætur á sjúkrahúsinu að Ásbrú í Reykjanesbæ. Fyrirtækið Iceland Healthcare mun leigja sjúkrahúsið og í fyrstu sérhæfa sig í meðferðum fyrir útlendinga, liðskiptaaðgerðum, offituaðgerðum og meðferðum því tengdu. Reynslumiklir stjórnendur verða ráðnir til félagsins og unnið með virtum alþjóðlegum aðilum á þessu sviði, Árlegar tekjur af starfseminni geta numið allt að 3,5 milljörðum króna á ári. „Verkefnið er klárlega eitt af mest spennandi nýsköpunarverkefnum landsins um þessar mundir,“ sagði Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„Það er mikilvægt að fá þessa nýbreytni inn í atvinnulífið á viðkvæmum tímum og ánægjulegt að tímaáætlanir séu að standast. Hér verða til hundruð starfa fyrir konur og karla, miklir möguleikar eru tengdir við ferðaþjónustuna og ný menntunartækifæri þessu tengd verða til hjá Keili, miðstöð vísinda og fræða, staðsett í næsta nágrenni sjúkrahússins,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.


Búist er við að 2-300 ný störf geti skapast í tengslum við starfsemina. Alls verða þrjár skurðstofur og 35 legurými í húsinu og hægt að taka á móti allt að 4.000 sjúklingum á ári. Í fyrstu er þó stefnt að því að fjöldi sjúklinga verði um 2.000 og þeir fyrstu komi á öðrum ársfjórðungi 2011.


Nánari fréttir á eftir, m.a. video-viðtal við Róbert Wessman hjá Iceland Healthcare
.


Víkurfréttamynd: Ellert Grétarsson