Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Endurbygging bryggjuhússins að hefjast
Miðvikudagur 5. mars 2008 kl. 15:01

Endurbygging bryggjuhússins að hefjast

Reiknað er með að fyrsti áfangi við endurbætur bryggjuhúss Duushúsa verði boðin út í byrjun mars en hönnum vegna útboðsgagna er lokið.  Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við klæðningu og ytra byrði verði lokið 1. september á þessu ári og húsið fullklárað árið 2010. Bryggjuhúsið er elsta húsið í Duushúsalengjunni en það var byggt árið 1877.

Þá hafa í menningaráði verið kynntar hugmyndir að uppbyggingu á Hafnargötu 2 en arkitektastofan Kollgáta hefur lagt fram frumdrög sem Húsanes hefur látið vinna. 
Í þeim er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir listamenn, vakin er athygli á hlutverki torgsins sem menningartorgs, gert ráð fyrir að Fischershús verði gert upp í upprunalegri mynd sem menningarhús og garðurinn gamli fái að standa. Ráðið hvetur til að þessar hugmyndir verði skoðaðar enn frekar.

Nokkuð var rætt um Duustorfuna og framtíðarhugmyndir varðandi gamla bæjarhlutann á bæjarstjórnarfundi í gær. Þar kom fram að ekkert liggur fyrir að svo stöddu hvenær ráðist verði í endurbyggingu Gömlu búðar.

VF-mynd/elg: Fischershús verður fært í upprunalega mynd. Það var reist árið 1881.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024