Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Endurbætur á Suðurgarði bryggjunnar í Grindavík raska starfsemi
Frá framkvæmdum við Suðurgarð Grindavíkurhafnar. VF-myndir: Jón Steinar Sæmundsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 23. ágúst 2023 kl. 12:20

Endurbætur á Suðurgarði bryggjunnar í Grindavík raska starfsemi

Framkvæmdir hafa verið í gangi á Suðurgarði bryggjunnar í Grindavík að undanförnu og hefur það óhjákvæmilega haft í för með sér röskun á starfsemi fyrirtækja. Frystitogarar Þorbjarnar landa við þessa  bryggju en lönduðu síðustu túrum sínum við Norðurgarð og þurfa væntanlega að landa næstu túrum við Miðgarð þar sem heppilegra er að landa úr báðum skipunum í einu við sömu bryggjuna. Framkvæmdir hófust um miðjan júní og átti þeim að ljúka í ágúst en nú er ljóst að þær munu standa langt inn í september.

Sigurður Kristmundsson er hafnarstjóri Grindavíkur. „Jarðvegurinn undir steypu þekjunni, hefur sigið umtalsvert og því ekki talin örugg fyrir þungavinnuvélar og því þarf að brjóta um 1500 fm af þekjunni og bæta við nýju undirlagi, svo er járnabundið og að lokum steypt yfir. Þetta er um u.þ.b. 100 metrar á lengd af 160 metra langri bryggju og fimmtán metrar á breidd. Það fór að bera á sigi þekjunnar fyrir nokkrum árum og var ákveðið í fyrra í samráði við Vegagerðina að ráðast í þessar endurbætur í sumar. Framkvæmdir hófust í júní og þeim átti að ljúka í ágúst en eins og oft vill verða með svona lagað, hefur verkið tafist og ég á ekki von á að þetta klárist fyrr en seint í september.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta hefur auðvitað raskað starfseminni talsvert, frystitogararnir lönduðu á Norðurgarði síðast en næst munu bæði Tómas Þorvaldsson og Hrafn Sveinbjarnarson landa á sama tíma og þá verður stóru tjaldi komið fyrir á Miðgarði. Þar með mun sú bryggja verða upptekin og þau skip sem annars landa þar, verða landa á öðrum bryggjum svo þetta verður talsvert púsluspil. Þetta er í gangi á „áramótum“ fiskveiða en nýtt kvótatímabil hefst 1. september svo það verður nóg að gera hjá okkur sem störfum við hafnarsvæðiði yfir þennan tíma en með samstilltu átaki mun þetta leysast farsællega. Það má líka ekki gleyma að landanir hafa verið að aukast eftir samruna Vísis inn í Síldarverksmiðjuna, Bergur frá Vestmannaeyjum er t.d. að landa núna,“ sagði Sigurður.