Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Endurbætt aðstaða knattspyrnunnar í Keflavík
Föstudagur 18. september 2009 kl. 13:24

Endurbætt aðstaða knattspyrnunnar í Keflavík

Nauðsynlegt er að taka keppnisvöll knattspyrnudeildar Keflavíkur upp en völlurinn hefur ekki verið endurnýjaður í 40 ár og undirlag orðið ónýtt.

Einnig verður lokið við æfingarsvæði deildarinnar fyrir börn og unglinga vestan Reykjaneshallar.

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 17. september að leggja þessar tvíþættu tillögur fram við bæjarstjórn.

Keppnisvöllur Keflavíkur var byggður árið 1968 og hefur aldrei verið endurnýjaður og hefur ástand hans reynst erfitt bæði vor og haust vegna þess hve undirlag er orðið þjappað og gamalt. Að sögn Þorsteins Magnússonar, formanns knattspyrnudeildar Keflavíkur er það langþráður draumur knattspyrnuáhugamanna að lagfæra aðalvöllinn en stækkun hans gefur betri möguleika á að færa til álagsfleti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Framkvæmdir við nýtt æfingasvæði munu hjálpa deildinni að efla enn frekar barna- og unglingastarf en auk þess munu meistaraflokkur kvenna og karla koma til með að nýta svæðið. Gert er ráð fyrir að lokið verði við jarðvegsvinnu og svæðið tyrft á haustdögum.

Leitað verður hagræðingar með því að bjóða framkvæmdirnar út saman en fyrir liggur kostnaðarmat og teikningar. Gert er ráð fyrir að efnið af aðalvellinum verði nýtt á æfingasvæðinu.