Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Endaði helgina ofan í skurði
Mánudagur 29. apríl 2013 kl. 09:26

Endaði helgina ofan í skurði

Umferðaróhapp varð í Vogum í gærkvöldi. Ökumaður sem bakkaði sendiferðabifreið út úr innkeyrslu varð fyrir því óhappi að bakka ofan í djúpan skurð á götunni.

Engin slys urðu á fólki en bifreiðin festist í skurðinum og þurfti tvo dráttarbíla og litla beltagröfu til að ná henni upp úr skurðinum.

Óttast var að vatnslögn í skurðinum myndi gefa sig. Þar fór hins vegar betur en á horfðist í fyrstu.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024