Endaði atvinnuflugmannsferilinn með lágflugi yfir Keflavík
Ottó Tynes flugstjóri kom til Keflavíkur í morgun úr sínu síðasta flugi sem atvinnuflugmaður. Hann lagði í gær upp í sína síðustu flugferð sem atvinnuflugmaður. Förinni var heitið til Edinborgar og Kölnar á Boeing 737 fraktflugvél Bláfugls. Hann verður 65 ára á laugardag og lætur því af störfum vegna aldurs. Ottó flaug þotu Bláfugls í lágflugi á miklum hraða yfir Keflavík kl. 06:07 í morgun.Flugferillinn hófst 1957 og nú 45 árum síðar hefur Ottó lagt að baki um 20 þúsund flugtíma. Að Ástralíu undanskilinni hefur hann heimsótt allar heimsálfurnar eða 70-80 þjóðlönd og flogið fleiri flugvélategundum en margur annar. Sú mikla reynsla skýrist líklega einkum af því að á löngum starfsferli hefur Ottó upplifað sinn skerf af uppsögnum á samdráttartímum hér á landi á árum áður.
Auk þess að standa að stofnun flugskóla og klúbba, hefur Ottó samfara flugstörfum komið að bóklegri og verklegri flugkennslu hundruða nemenda í gegnum árin. Eftir nærri tuttugu ára þjónustu hjá Flugleiðum ákvað hann að söðla um á síðasta ári og eyða síðasta starfsári sínu í atvinnuflugi á nýjum vettvangi. Síðasta vor og sumar starfaði hann sem flugstjóri á Twin Otter vél hjá Flugfélagi Íslands en flutti sig um set í september og lauk ferlinum hjá Bláfugli.
Ottó Tynes er engan vegin sestur í helgan stein. Hann heldur einkaflugmannsréttindum sínum, sem hann nýtir sér sem meðlimur í flugklúbbnum Þyt, auk þess sem hann hefur hug á að starfa áfram að kennslumálum í framtíðinni.
Byggt á frétt Morgunblaðsins í gær.
Auk þess að standa að stofnun flugskóla og klúbba, hefur Ottó samfara flugstörfum komið að bóklegri og verklegri flugkennslu hundruða nemenda í gegnum árin. Eftir nærri tuttugu ára þjónustu hjá Flugleiðum ákvað hann að söðla um á síðasta ári og eyða síðasta starfsári sínu í atvinnuflugi á nýjum vettvangi. Síðasta vor og sumar starfaði hann sem flugstjóri á Twin Otter vél hjá Flugfélagi Íslands en flutti sig um set í september og lauk ferlinum hjá Bláfugli.
Ottó Tynes er engan vegin sestur í helgan stein. Hann heldur einkaflugmannsréttindum sínum, sem hann nýtir sér sem meðlimur í flugklúbbnum Þyt, auk þess sem hann hefur hug á að starfa áfram að kennslumálum í framtíðinni.
Byggt á frétt Morgunblaðsins í gær.