Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Embættisnefnd Norðurskautsráðsins fundar í Eldborg
Fimmtudagur 23. október 2003 kl. 10:46

Embættisnefnd Norðurskautsráðsins fundar í Eldborg

Í morgun hófst fundur embættisnefndar Norðurskautsráðsins í Eldborg við Svartsengi og er þetta annar fundurinn sem haldinn er undi formennsku Íslands í ráðinu. Fundinn sitja háttsettir fulltrúar aðildarríkja ráðsins og frumbyggja á norðurslóðum, auk vísindamanna og sérfræðinga, alls á annað hundrað manns. Gunnar Pálsson, sendiherra er formaður embættisnefndar Norðurskautsráðsins. Í fréttatilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu kemur fram að á fundinum verði fjallað um starfsemi Norðurskautsráðsins á sviði umhverfismála, lífríkisverndar og aðgerða til að bæta lífskjör fólks á norðurslóðum. Á fundinum verður gerð grein fyrir umfangsmikilli rannsókn á áhrifum loftslagsbreytinga á svæðinu sem unnið hefur verið að undir forystu Bandaríkjanna. Á fundinum verður auk þess greint frá niðurstöðum tveggja alþjóðlegra ráðstefna sem haldnar voru hér á landi í vikunni. Önnur ráðstefnan fjallaði um upplýsingatækni á norðurslóðum og hin fjallaði um verndun hafsvæða norðurslóða. Fundurinn stendur yfir í dag og á morgun. Seinnipartinn í dag munu fundargestir heimsækja Saltfisksetrið í Grindavík í boði bæjarstjórnar Grindavíkur.

VF-ljósmynd/JKK: Fulltrúar Sama sitja fund embættisnefndar Norðurskautsráðsins sem fram fer í Eldborg við Svartsengi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024